Okkur var að berast tilkynning frá ISCM í Vancouver. Í ár voru valin tvö verk frá Íslandi, sem er stórglæsilegt, enda almennt bara valið eitt verk frá hverju landi.

Fulltrúar Íslands á ISCM í Vancouver sem fram fer 2.-8. nóvember 2017 verða:

Davíð Brynjar Franzson með verkið ‘The Cartography of Time’ og Hafdís Bjarnadóttir með verkið ‘Krónan’

Stjórnin óskar Davíð Brynjari og Hafdísi innilega til hamingju.