Tónskáldafélagið, Tónverkamiðstöð og STEF stóðu fyrir málþingi um nótnaútgáfu og umboðsmenn þann 5. október síðastliðinn. Frummælendur voru Anna Þorvaldsdóttir, tónskáld, og Susanne Eastburn hjá Sound and Music í London. Anna deildi reynslu sinni, bæði af því að vera með verk sín hjá Tónverkamiðstöð og því að standa í samningsgerð við útgáfufyrirtæki en Susanne deildi reynslu hinumegin borðsins. Í pallborði sátu síðan auk Önnu og Susanne Atli Ingólfsson, tónskáld, Áskell Másson, tónskáld og Signý Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Tónverkamiðstöðvar. Streymi af málþinginu er aðgengilegt gegnum viðburðinn á facebook, en hann má finna með því að slá inn í leit „Útgáfa nótna og umboðsmenn tónskálda“.