Norrænir músíkdagar verða næst haldnir á Íslandi haustið 2021.

Stjórn Tónskáldafélags Íslands hefur ráðið Tinnu Þorsteinsdóttur sem listrænan stjórnanda og Valdísi Þorkelsdóttur sem framkvæmdastjóra. Undirbúningur er kominn vel á veg og hátíðin mun fara fram 4.-6. nóvember 2021.