Tónskáldafélag Íslands

Fréttir

Norrænir músíkdagar í London

Norrænir músíkdagar voru haldnir af Svíum í South Bank Centre í London í ár. Það var gert vegna þess að í allt sumar hefur verið Norðurlandamessa í South Bank Centre og ákváðu Svíar af því tilefni að stofna til samstarfs við skipuleggjendur messunnar um hýsingu hátíðarinnar í ár. Einu sinni áður hefur verið gerð tilraun með að halda Norræna músíkdaga utan Norðurlandanna, en Norðmenn héldu hátíðina í Berlín árið 2002.

Flutt voru verk eftir fjögur íslensk tónskáld. Á opnunartónleikum Philharmonia Orchestra voru flutt verkin Aeriality eftir Önnu Þorvaldsdóttur og Fiðlukonsert eftir Daníel Bjarnason. Fyrir tónleika var tónskáldaspjall með þeim tveimur sem var einstaklega vel sótt. Þá voru flutt á hátíðinni verkin The Cancerous Cell eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur og Suzuki Baleno eftir Báru Gísladóttur. Einnig voru Signý Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Tónverkamiðstöðvar og Þórunn Gréta Sigurðardóttir, formaður Tónskáldafélagsins viðstaddar hátíðina og sóttu bæði viðburði og fundi alla dagana. Þær Signý og Bára tóku auk þess þátt í pallborðsumræðum á einu af þremur málþingum sem haldin voru. Sérstaklega var áberandi hve vel allir viðburðir voru sóttir, svo greinilegt er að vel var að allri kynningu staðið.

Fulltrúar Íslands á ISCM í Vancouver

Okkur var að berast tilkynning frá ISCM í Vancouver. Í ár voru valin tvö verk frá Íslandi, sem er stórglæsilegt, enda almennt bara valið eitt verk frá hverju landi.

Fulltrúar Íslands á ISCM í Vancouver sem fram fer 2.-8. nóvember 2017 verða:

Davíð Brynjar Franzson með verkið ‘The Cartography of Time’ og Hafdís Bjarnadóttir með verkið ‘Krónan’

Stjórnin óskar Davíð Brynjari og Hafdísi innilega til hamingju.

Myrkir músíkdagar 2018 // Dark Music Days 2018

Auglýst eftir þátttakendum í Myrkum músíkdögum 2018
Tónskáldafélagið óskar eftir umsóknum um þátttöku í Myrkum músíkdögum sem fara fram í Hörpu dagana 25. – 27. janúar 2018. Tekið er við umsóknum hvort sem er frá flytjendum, tónskáldum eða samstarfshópum.
Umsóknir geta verið
• hugmynd að tónverki/innsetningu/tónleikhúsi
• efnisskrá tónleika
Einnig þarf umsókn að innihalda
• Nöfn flytjenda/tónskálda
• Myndefni
• Æviágrip
• kostnaðaráætlun

Sérstök áhersla er lögð á að efnisskrár tónleikanna innihaldi mestmegnis verk sem samin hafa verið á síðustu 25 árum.
Allar umsóknir skulu berast í síðasta lagi 31. maí næskomandi á netfangið: myrkirmusikdagar@gmail.com
Þær umsóknir sem þegar hafa borist eru gildar og þarf ekki að senda þær aftur.

Fyrir hönd Myrkra Músíkdaga

Gunnar Karel Másson
Listrænn stjórnandi Myrkra Músíkdaga

//////////////////////////////////////////

Call for proposals for Dark Music Days 2018
The board of Dark Music Days calls for proposals for the 2018 edition of Dark Music Days which will be held in Harpa, Reykjavik. The festival takes place between the 25th and 27th of January 2018. Applicants can be performers, composers or collaborations of both.
The applications can be:
• idea for a work/installation/music theater etc.
• concert program to be performed at the festival

Applications have to include
• Names of Performers/Composers
• Photo material
• Bio
• budget (as detailed as possible)

Emphasis is on works which has been composed in the past 25 years.
Applications shall be sent by email before the 31st of May 2017 to: myrkirmusikdagar@gmail.com

Applicants which have already sent a proposal are not obliged to send them again.

On behalf of Dark Music Days

Gunnar Karel Másson
Artistic Director of Dark Music Days

Listrænn stjórnandi Myrkra músíkdaga 2017

Listrænn stjórnandi Myrkra músíkdaga 2017

Gunnar Karel Másson, tónskáld, hefur verið ráðinn sem listrænn stjórnandi Myrkra músíkdaga 2017. Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar er ein elsta tónlistarhátíð landsins, stofnuð árið 1980 af Tónskáldafélagi Íslands sem vettvangur fyrir íslensk tónskáld til að fá verk sín flutt. Í dag er áhersla hátíðarinnar að flytja og kynna samtímatónlist með áherslu á nýja, íslenska tónlist og flytjendur í bland við erlend verk og erlenda flytjendur. Hátíðin fer næst fram dagana 26. – 28. janúar 2017.
Gunnar Karel lærði tónsmíðar við Listaháskóla Íslands og við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Gunnar Karel hefur rekið tónlistarhátíðina Sonic Festival í Kaupmannahöfn með góðum árangri og hann er einnig einn af listrænum stjórnendum tónlistarhópsins Jaðarbers.

Skjöl

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.

Laufásvegi 40, 101 Reykjavík

info@tonskaldafelag.is