Um Tónskáldafélagið

Tónskáldafélagið var stofnað árið 1945 að frumkvæði Jóns Leifs og eru höfðustöðvar þess að Laufásvegi 40 í Reykjavík.

Tilgangur félagsins er:

  1. Að safna í félagsskap íslenskum tónskáldum og efla samvinnu þeirra.
  2. Að gæta hagsmuna tónskálda eftir því sem tilefni eru til.
  3. Að vera málsvari félagsmanna gagnvart almenningi og hinu opinbera.
  4. Að vinna að vexti og viðgangi tónmenntar í landinu og útbreiðslu tónlistar innan lands sem utan.

(Úr lögum Tónskáldafélags Íslands, 3. grein)

Lesa má um sögu félagsins á síðu Bjarka Sveinbjörnssonar, tónlistarfræðings, musik.is