Tónskáldafélag Íslands

Fréttir

Myrkir músíkdagar tilnefndir til EFFE verðlaunanna 2019-2020

Myrkir músíkdagar eru tilnefndir til EFFE verðlaunanna 2019-2020 ásamt m.a. BBC proms og fleiri þekktum hátíðum innan Evrópu. Verðlaunahátíðin verður haldin 26. september í Brüssel. Við erum að vonum mjög stolt af þessu.

Opið er fyrir almenna kosningu um val áhorfenda til 25. september n.k. Hægt er að greiða atkvæði hér.

Norrænir músíkdagar 2020 – Færeyjar

HUGMYNDAKALL: NORRÆNIR MÚSÍKDAGAR Í FÆREYJUM 2020 // CALL FOR IDEAS: NORDIC MUSIC DAYS IN THE FAROE ISLANDS 2020

Norrænir músíkdagar verða haldnir í Færeyjum árið 2020 og verður áhersla á bræðing allra listgreina, t.d. með innsetningum, gjörningum o.þ.h. Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir hátíðina og er umsóknarfrestur til 11. september n.k.

Kall 1: Hugmynd að verkum

Kall 2: Listamannadvöl

Kall 3: Hugmyndir utan sviðs

Smellið hér til að sækja um.

//

Nordic Music Days 2020 takes place in the Faroe Islands on 24-27 September and artists associated with the Nordic countries – the Faroe Islands, Greenland, Iceland, Åland, Sweden, Norway, Finland and Denmark – are invited to submit proposals for the festival’s program within three categories with associated criteria.

Call 1: Ideas for works

Call 2: Residency

Call 3: Ideas for offstage

Click here to submit works

Leiðbeiningar um útreikning á launum fyrir tónsmíðavinnu

Það er okkur mikið gleðiefni tilkynna að gefin hafa verið út launaviðmið fyrir tónsmíðavinnu.

Tónverkamiðstöð, Tónskáldafélag Íslands og Félag tónskálda- og textahöfunda hafa gefið út leiðbeiningar um útreikning á greiðslum til tónskálda. Þessum viðmiðunarreglum er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir tónskáld, listræna stjórnendur, flytjendur, umsækjendur og aðra sem panta tónverk, við útreikninga á sanngjarnri þóknun. Allar tölur eru leiðbeinandi. Tímalengdir og flokkar sem gefnir eru upp eru aðeins dæmi, ekki reglur.

Hægt er að kynna sér viðmiðin og hlaða niður hér á síðunni með því að fara í dálkinn Um Tónskáldafélagið – Launaviðmið fyrir tónsmíðavinnu.

Heiðursfélagar í Tónskáldafélagi Íslands

Á aðalfundi Tónskáldafélags Íslands þann 14. apríl 2018 var ákveðið að útnefna Atla Heimi Sveinsson og Jón Nordal sem heiðursfélaga. Báðir hafa þeir, fyrir utan að vera mikilsvirt tónskáld, unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins og tónlistarlífs í landinu. Þeir sinntu m.a. báðir trúnaðarstörfum fyrir félagið allt fram til ársins 2017 eftir áratugastarf. Af þessu tilefni efndi félagið til móttöku í Norræna húsinu. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir fluttu valin verk þeirra og mikill hlýhugur og þakklæti svifu yfir vötnum.

Málþing um nótnaútgáfu og umboðsmenn

Tónskáldafélagið, Tónverkamiðstöð og STEF stóðu fyrir málþingi um nótnaútgáfu og umboðsmenn þann 5. október síðastliðinn. Frummælendur voru Anna Þorvaldsdóttir, tónskáld, og Susanne Eastburn hjá Sound and Music í London. Anna deildi reynslu sinni, bæði af því að vera með verk sín hjá Tónverkamiðstöð og því að standa í samningsgerð við útgáfufyrirtæki en Susanne deildi reynslu hinumegin borðsins. Í pallborði sátu síðan auk Önnu og Susanne Atli Ingólfsson, tónskáld, Áskell Másson, tónskáld og Signý Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Tónverkamiðstöðvar. Streymi af málþinginu er aðgengilegt gegnum viðburðinn á facebook, en hann má finna með því að slá inn í leit „Útgáfa nótna og umboðsmenn tónskálda“.

Norrænir músíkdagar í London

Norrænir músíkdagar voru haldnir af Svíum í South Bank Centre í London í ár. Það var gert vegna þess að í allt sumar hefur verið Norðurlandamessa í South Bank Centre og ákváðu Svíar af því tilefni að stofna til samstarfs við skipuleggjendur messunnar um hýsingu hátíðarinnar í ár. Einu sinni áður hefur verið gerð tilraun með að halda Norræna músíkdaga utan Norðurlandanna, en Norðmenn héldu hátíðina í Berlín árið 2002.

Flutt voru verk eftir fjögur íslensk tónskáld. Á opnunartónleikum Philharmonia Orchestra voru flutt verkin Aeriality eftir Önnu Þorvaldsdóttur og Fiðlukonsert eftir Daníel Bjarnason. Fyrir tónleika var tónskáldaspjall með þeim tveimur sem var einstaklega vel sótt. Þá voru flutt á hátíðinni verkin The Cancerous Cell eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur og Suzuki Baleno eftir Báru Gísladóttur. Einnig voru Signý Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Tónverkamiðstöðvar og Þórunn Gréta Sigurðardóttir, formaður Tónskáldafélagsins viðstaddar hátíðina og sóttu bæði viðburði og fundi alla dagana. Þær Signý og Bára tóku auk þess þátt í pallborðsumræðum á einu af þremur málþingum sem haldin voru. Sérstaklega var áberandi hve vel allir viðburðir voru sóttir, svo greinilegt er að vel var að allri kynningu staðið.

Fulltrúar Íslands á ISCM í Vancouver

Okkur var að berast tilkynning frá ISCM í Vancouver. Í ár voru valin tvö verk frá Íslandi, sem er stórglæsilegt, enda almennt bara valið eitt verk frá hverju landi.

Fulltrúar Íslands á ISCM í Vancouver sem fram fer 2.-8. nóvember 2017 verða:

Davíð Brynjar Franzson með verkið ‘The Cartography of Time’ og Hafdís Bjarnadóttir með verkið ‘Krónan’

Stjórnin óskar Davíð Brynjari og Hafdísi innilega til hamingju.

Myrkir músíkdagar 2018 // Dark Music Days 2018

Auglýst eftir þátttakendum í Myrkum músíkdögum 2018
Tónskáldafélagið óskar eftir umsóknum um þátttöku í Myrkum músíkdögum sem fara fram í Hörpu dagana 25. – 27. janúar 2018. Tekið er við umsóknum hvort sem er frá flytjendum, tónskáldum eða samstarfshópum.
Umsóknir geta verið
• hugmynd að tónverki/innsetningu/tónleikhúsi
• efnisskrá tónleika
Einnig þarf umsókn að innihalda
• Nöfn flytjenda/tónskálda
• Myndefni
• Æviágrip
• kostnaðaráætlun

Sérstök áhersla er lögð á að efnisskrár tónleikanna innihaldi mestmegnis verk sem samin hafa verið á síðustu 25 árum.
Allar umsóknir skulu berast í síðasta lagi 31. maí næskomandi á netfangið: myrkirmusikdagar@gmail.com
Þær umsóknir sem þegar hafa borist eru gildar og þarf ekki að senda þær aftur.

Fyrir hönd Myrkra Músíkdaga

Gunnar Karel Másson
Listrænn stjórnandi Myrkra Músíkdaga

//////////////////////////////////////////

Call for proposals for Dark Music Days 2018
The board of Dark Music Days calls for proposals for the 2018 edition of Dark Music Days which will be held in Harpa, Reykjavik. The festival takes place between the 25th and 27th of January 2018. Applicants can be performers, composers or collaborations of both.
The applications can be:
• idea for a work/installation/music theater etc.
• concert program to be performed at the festival

Applications have to include
• Names of Performers/Composers
• Photo material
• Bio
• budget (as detailed as possible)

Emphasis is on works which has been composed in the past 25 years.
Applications shall be sent by email before the 31st of May 2017 to: myrkirmusikdagar@gmail.com

Applicants which have already sent a proposal are not obliged to send them again.

On behalf of Dark Music Days

Gunnar Karel Másson
Artistic Director of Dark Music Days

Laufásvegi 40, 101 Reykjavík

info@tonskaldafelag.is