Norrænir Músíkdagar

Tónskáldafélag Íslands kynnir með stolti Norræna músíkdaga 2022 á Íslandi! Hátíðin fer fram í Reykjavík og Kópavogi dagana 11.-15 október. Viðburðarrík dagskrá býður upp á fjölbreytta tónleika á ýmsum stöðum og í opinberum rýmum. Samhliða hátíðardagskránni fer fram sýning á nýsköpun í hljóðfærasmíði, málstofa um alþjóðleg áhrif í listum, skólatónleikar og vinnustofa fyrir ungt tónlistarblaðafólk. Kynnið ykkur dagskrána á nordicmusicdays.org

Previous
Previous

MENGI HLÝTUR HEIÐURSVERÐLAUN NORRÆNA TÓNSKÁLDARÁÐSINS

Next
Next

Norrænir músíkdagar í Skotlandi