Leiðbeiningar um útreikning á launum fyrir tónsmíðavinnu
Það er okkur mikið gleðiefni tilkynna að gefin hafa verið út launaviðmið fyrir tónsmíðavinnu.Tónverkamiðstöð, Tónskáldafélag Íslands og Félag tónskálda- og textahöfunda hafa gefið út leiðbeiningar um útreikning á greiðslum til tónskálda. Þessum viðmiðunarreglum er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir tónskáld, listræna stjórnendur, flytjendur, umsækjendur og aðra sem panta tónverk, við útreikninga á sanngjarnri þóknun. Allar tölur eru leiðbeinandi. Tímalengdir og flokkar sem gefnir eru upp eru aðeins dæmi, ekki reglur.Hægt er að kynna sér viðmiðin og hlaða niður hér á síðunni með því að fara í dálkinn Um Tónskáldafélagið - Launaviðmið fyrir tónsmíðavinnu.