Heiðursfélagar í Tónskáldafélagi Íslands

Á aðalfundi Tónskáldafélags Íslands þann 14. apríl 2018 var ákveðið að útnefna Atla Heimi Sveinsson og Jón Nordal sem heiðursfélaga. Báðir hafa þeir, fyrir utan að vera mikilsvirt tónskáld, unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins og tónlistarlífs í landinu. Þeir sinntu m.a. báðir trúnaðarstörfum fyrir félagið allt fram til ársins 2017 eftir áratugastarf. Af þessu tilefni efndi félagið til móttöku í Norræna húsinu. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir fluttu valin verk þeirra og mikill hlýhugur og þakklæti svifu yfir vötnum.

IMG_5016-510x382.jpg
Previous
Previous

Leiðbeiningar um útreikning á launum fyrir tónsmíðavinnu

Next
Next

Málþing um nótnaútgáfu og umboðsmenn