Málþing um nótnaútgáfu og umboðsmenn
Tónskáldafélagið, Tónverkamiðstöð og STEF stóðu fyrir málþingi um nótnaútgáfu og umboðsmenn þann 5. október síðastliðinn. Frummælendur voru Anna Þorvaldsdóttir, tónskáld, og Susanne Eastburn hjá Sound and Music í London. Anna deildi reynslu sinni, bæði af því að vera með verk sín hjá Tónverkamiðstöð og því að standa í samningsgerð við útgáfufyrirtæki en Susanne deildi reynslu hinumegin borðsins. Í pallborði sátu síðan auk Önnu og Susanne Atli Ingólfsson, tónskáld, Áskell Másson, tónskáld og Signý Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Tónverkamiðstöðvar. Streymi af málþinginu er aðgengilegt gegnum viðburðinn á facebook, en hann má finna með því að slá inn í leit „Útgáfa nótna og umboðsmenn tónskálda“.