Norrænir músíkdagar í Skotlandi

Norræna Tónskáldaráðið stefnir að því að halda Norræna músíkdaga í Skotlandi árið 2024. Þann 23. júní sl. hittust helstu samstarfsaðilar í Kaupmannahöfn til þess að leggja drög að skipulagningunni.

Hátíðinni er ætlað að verða liður í að þróa samstarf milli Norðurlandanna og Skotlands og leiða saman tónlistarstofnanir, samtök, hópa og skapandi einstaklinga með það að markmiði að stuðla að langvarandi, sjálfbærum samvinnuverkefnum, samstarfi um pöntun tónverka, skipulagningu á listamannadvölum og tónlistarviðburðum. Vegna þessara skipulagsbreytinga fellur hátíðin niður árið 2023. Þegar val á listrænu teymi liggur fyrir og grunnfjármögnun verkefnisins hefur verið tryggð má búast við að kallað verði eftir verkefnum og hugmyndum og frekari upplýsingar munu þá fylgja. Fylgist með!

Previous
Previous

Norrænir Músíkdagar

Next
Next

Nýjir félagar