Umsókn um aðild

Umsókn um inngöngu í félagið skal senda félaginu á netfangið tonskaldafelag@tonskaldafelag.is

Umsókn skal fylgja eftirfarandi gögn:

  • Ferilskrá

  • 2-3 tónverk sem endurspegla færni umsækjanda og þekkingu

Vinsamlegast athugið að umsækjandi þarf að vera skráður meðlimur í STEFi.

Ef það hentar ekki að senda verkin á tölvupósti má senda raddskrár, upptökur eða önnur fylgigögn í pósti á Laufásveg 40, 101 Reykjavík.

Opið er fyrir umsóknir allt árið, en þær eru afgreiddar einu sinni á ári. Þriggja manna nefnd mun fjalla um umsóknina og hún svo borin undir aðalfund til atkvæðagreiðslu.

Aðalfundir Tónskáldafélagsins eru haldnir á vorin og er umsóknum svarað eftir aðalfund. Næsti aðalfundur verður haldinn vorið 2024.

Félagsgjöld Tónskáldafélagsins eru 10000 krónur á ári.

Hver getur sótt um?

Úr lögum félagsins:

Félagsmenn í Tónskáldafélagi Íslands geta þeir einir orðið sem hafa haslað sér völl sem tónskáld þannig að sýnt þyki að tónsmíðar séu ríkur þáttur í lífsstarfi þeirra. Umsækjandi skal ennfremur uppfylla annað hvort eða bæði eftirtalinna skilyrða:

  1. Hafa unnið að fagurtónlist og samið minnst fimm tónverk í stórum formum, a.m.k. þrjú þeirra skulu hafa verið flutt opinberlega.

  2. Sé leiðandi á einhverju öðru sviði tónsköpunar og hafi hlotið ótvíræða viðurkenningu á því sviði.