Styrkir til að semja tónlist

 

Tónskáldasjóður RÚV og STEFs

Veitir fjárstuðning til höfunda fyrir tónsmíði og heildstæð verk og er sérstaklega horft til fagþekkingar auk þess sem metnaðarfyllri og yfirgripsmeiri verkefni hljóta forgang. 

Umsóknarfestur: 15. maí, 15. ágúst, 15. desember

https://www.ruv.is/tonskaldasjodur

Tónskáldasjóður Bylgjunnar, Stöðvar 2 og STEFs

Ætlað að stuðla að aukinni sköpun nýrrar íslenskrar tónlistar sem efla mætti íslenska menningu og dagskrárgerð, m.a. á miðlum Sýnar.

Umsóknarfrestur: 1. júlí

http://stef.is/skopun-tonlistar/styrkir-og-sjodir/

Ernst von Siemens

Ernst von Siemens er alþjóðlegur sjóður sem styrkir pantanir á tónverkum (commissionir), hátíðir, námskeið og fleira sem tengist tónskáldum og nýjum verkum.

Umsóknarfrestur: 15. september, auka umsóknarfrestur 1. mars fyrir minni verkefni

https://www.evs-musikstiftung.ch/en/


​Listamannalaun - Rannís / Menntamálaráðuneytið

Hlutverk launasjóðs tónskálda og launasjóðs tónlistarflytjenda er að veita tónlistarmönnum starfslaun og styrki samkvæmt lögum um listamannalaun. 

Umsóknarfrestur: 1. október

https://www.rannis.is/sjodir/menning-listir/starfslaun-listamanna

 

Plötur, upptökur og hljóðrit

 

Hljóðritasjóður - Rannís / Menntamálaráðuneytið

Hljóðritasjóður veitir styrki til hljóðritunar nýrrar, frumsamdrar tónlistar sem stuðla á að nýsköpun. Veittir eru styrkir í almenn verkefni og þróunarverkefni. Styrkir úr Hljóðritasjóði skulu veittir til ákveðinna verkefna og ekki lengur en til eins árs í senn.

Umsóknarfrestur: mars og september

https://www.rannis.is/sjodir/menning-listir/hljodritasjodur/

Upptökusjóður - STEF

Markmið Upptökusjóðs er að styrkja útgáfu íslenskra tónverka, þ.e. tónlistar með eða án texta, á hljómplötum, hljómdiskum og öðrum hljóðritum sem og á mynddiskum og öðrum myndritum.

Umsóknarfrestur 10. apríl og 10. september.

http://stef.is/skopun-tonlistar/styrkir-og-sjodir/

Endurgreiðslur vegna hljóðrita - Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Tónlistarmenn geta sótt um endurgreiðslu á kostnaði vegna hljóðritunar á Íslandi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hægt er að sækja um endurgreiðslu á 25% af kostnaði.

Umsóknarfrestur: Alltaf opið fyrir umsóknir.

https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/skapandi-greinar/endurgreidslur-vegna-hljodritunar-a-tonlist/

Record in Iceland - kynningarverkefni ÚTÓN til erlendra aðila um endurgreiðslurnar

Upplýsingabæklingur - spurt og svarað á ensku

Umsókn á vef ráðuneytisins

Hljómdiskaskjóður FÍT

Hljómdiskasjóður FÍT. Félagið úthlutar árlega úr Hljómdiskasjóði til félagsmanna.  Að jafnaði eru veittir eru tveir styrkir á ári en úthlutun tekur mið af fjármagnsstöðu sjóðsins, en hann er fjármagnaður með tekjum frá SFH.

Umsóknarfrestur: snemma árs, úthlutun fer fram á aðalfundi félagsins

https://www.fiston.is/about2-c1a2o

 

Tónlistarferðir erlendis

 

Útflutningssjóður Íslenskrar tónlistar - ÚTÓN/Menntamálaráðuneytið/FÍH/FHF/STEF

Styrkir íslenskt tónlistarfólk til að koma tónlist sinni á framfæri utan Íslands. Veitir ferðastyrki mánaðarlega og markaðsstyrki ársfjórðungslega.

Umsóknarfrestur:

  • Ferðastyrkur - úthlutað í hverjum mánuði

  • Markaðsstyrkur - 1. feb, 1. maí, 1. ágú og 1. nóv.

Upphæð: 

  • Ferðastykur: almennt 50.000 á mann

  • Markaðsstyrkur: 500.000 eða 1.000.000

https://www.uton.is/styrkir-sjodir/

Ferðasjóður - STEF

Sjóðurinn veitir ferðastyrk til meðlima einu sinni á ári. Gert er ráð fyrir því að umsækjendur hafi afhent STEF umboð sitt og séu orðnir gildir aðalfélagar í öðru hvoru aðildarfélaga STEFs, þ.e. Félags tónskálda og textahöfunda eða Tónskáldafélagi Íslands.

Alltaf hægt að sækja um.

Upphæð: Almennt 50.000 kr., hámark 120.000.

http://stef.is/skopun-tonlistar/styrkir-og-sjodir/

 

Tónleikar eða önnur tónlistarverkefni

 

Tónlistarsjóður - Rannís/Menntamálaráðuneytið

Hlutverk sjóðsins er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra.

Umsóknarfrestur er í maí og september.  

https://www.rannis.is/sjodir/menning-listir/tonlistarsjodur/

Menningarsjóður - FÍH

Sjóðurinn styrkir meðlimi FÍH til náms, tónleikahalds og útgáfu hljómfanga.

Alltaf opið fyrir umsóknir. Sjóðsnefndin fundar u.þ.b. annan hvern mánuð.

http://viska.is/msfih/

Tónaland: Styrkir til tónleikahalds á landsbyggðinni

Aðeins fyrir félagsmenn FÍT og FÍH. Fyrir efnisskrá með sígildri tónlist eða djasstónlist.

Umsóknarfrestur: ágúst

https://www.fiston.is/about2-c1fo8

Nótnasjóður STEFs

Markmið sjóðsins er að styrkja útgáfu íslenskra tónverka, þ.e. tónlistar með eða án texta, á nótum og á stafrænu formi.

Umsóknarfrestur: 10. apríl og 10. september.

http://stef.is/skopun-tonlistar/styrkir-og-sjodir/

Tónlistarsjóður Rótarý

Tónlistarsjóður Rótarý veitir ungu tónlistarfólki sem skarað hefur fram úr á einhverju sviði tónlistar viðurkenningu í formi fjárstyrks til frekara náms.

Umsóknarfrestur: desember

https://www2.rotary.is/tonlistarstyrkir-rotary/

 

Tónleikar í Hörpu

 

Styrktarsjóður samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns

Sjóðurinn veitir tónlistarfólki fjárhagslegan stuðning til tónleikahalds í Hörpu. Sérstök áhersla er lögð á að styrkja ungt og framúrskarandi tónlistarfólk.

Umsóknarfrestur: nóvember-desember

http://styrktarsjodursut.is/forsida/

Ýlir - Harpa

Fyrir ungt fólk. Fyrir tónleikahald og verkefni sem fyrirhuguð eru á árinu í Hörpu.

Umsóknarfrestur: mismunandi milli ára 

http://ylir.is/

 

Aðrir menningarstyrkir

  • Borgarsjóður Reykjavíkurborgar - Borgarsjóður hefur þann tilgang að veita styrkjum til almennrar liststarfsemi til einstaklinga, menningarstofnana og listhópa sem sannað hafa gildi sitt í reykvísku menningarlífi eða geta með skýrum hætti sýnt fram á gildi starfs síns, án þess þó að styrkir séu tengdir ákveðnu verkefni.​

  • Ingjaldssjóður styrkir „efnilega íslenska námsmenn við Háskóla Íslands til framhaldsnáms erlendis í rekstrarstjórnun eða alþjóðlegum viðskiptum eða nemendur í tónlist“.

  • Lista- og menningarsjóður Kópavogs veitir styrki til einstaklinga, listhópa, félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana „til almennrar liststarfsemi eða verkefna sem eru í samræmi við stefnumörkun og áherslur bæjarins í lista- og menningarmálum.“ Við mat á umsóknum verður m.a. horft til listræns þáttar verkefnisins og hvernig það geti auðgað menningarlíf bæjarins. Þá verður verkefnum sem fela í sér frumsköpun og frumflutning veitt brautargengi.​

  • Minningarsjóður um Jean Pierre Jaquillat, fyrrum aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands, veitir árlega efnilegum tónlistarmanni styrk til framhaldsnáms í tónlist, erlendis.​

  • Menningarsjóður Akureyrarbæjar veitir styrki til menningar- og fræðistarfa.​

  • Viðburða- og verkefnastyrkir Hafnarfjarðar eru styrkir til verkefna sem tengjast menningu og listum. Til að nálgast umsóknareyðublað þarf yfirleitt að sækja um aðgang að íbúagátt sveitafélaganna.​

  • Mosfellsbær – menningarstyrkir. Menningarmálanefnd auglýsir reglulega eftir aðilum sem óska eftir fjárframlögum frá nefndinni vegna listviðburða og menningarmála.  Hér undir falla fjárframlög til margvíslegrar menningarstarfsemi í bænum.​

  • Uppbyggingarsjóður Vestfjarða Veittir eru stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstofnana, verkefnastyrkir til menningarmála og verkefnastyrkir til atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna. Nýbreytni er að hægt er að sækja um stærri styrki til lengri tíma en áður, allt að þremur árum.​

  • Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra - veitir verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála.

  • Uppbyggingarsjóður Austurlands Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni, auk annarra verkefna sem falla að sóknaráætlun landshlutans.​

  • Uppbyggingarsjóður Vesturlands. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni, auk annarra verkefna sem falla að sóknaráætlun landshlutans.​

  • Uppbyggingarsjóður Suðurlands Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar, menningar og atvinnuþróunar á Suðurlandi.​

  • Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra. Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Verkefnastyrkir á sviði menningar. Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar.​

  • Æskulýðssjóður styrkir ýmis verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.​

  • Barnavinafélagið Sumargjöf styrkir rannsókna-, lista- og þróunarverkefni sem geta nýst börnum á leik- og grunnskólaaldri.​

  • Kjarvalsstofa í París. Kjarvalsstofa í París er stúdíóíbúð með vinnuaðstöðu, sem ætluð er til dvalar fyrir listamenn. Stofan er í eigu Reykjavíkurborgar, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Seðlabanka Íslands og er staðsett í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni.​

  • Samfélagssjóður Valitor. Hlutverk sjóðsins er að styðja margvísleg menningar-, líknar- og samfélagsmál.​

  • Samfélagssjóður Landsvirkjunar. Landsvirkjun styrkir mörg góð málefni ár hvert og fyrirtækinu berast boð um að taka þátt í og styrkja áhugaverð verkefni. Samfélagssjóður Landsvirkjunar veitir styrki til lista, góðgerðar-, menningar-, íþrótta- umhverfis- og menntamála.​

  • Samfélagssjóður Landsbankans. Samfélagsstyrkjunum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á meðal á sviði mannúðar-mála, menningar og lista, menntunar, rannsókna og vísinda, for-varnar- og æskulýðsstarfs og sértækrar útgáfustarfsemi.​

  • Samfélagssjóður Rio Tinto Alcan veittir eru styrkir til samfélagsmála m.a. menningarmála.​

Erlendir samstarfsstyrkir

  • Norræni menningarsjóðurinn - Nordisk kulturfond styrkir menningarsamstarf milli Norðurlandanna. Oftast er gerð krafa um minnst þriggja landa samstarf.​

  • Norræna menningargáttin - Kulturkontakt Nord, menningar- og listaáætlunin. Styrkir menningarsamstarf milli Norðurlandanna. Verkefnastyrkir, ferðastyrkir og netverksstyrkir.​

  • Menningaráætlun ESB - Creative Europe. Ýmsar styrkjaleiðir​

  • NATA - North Atlantic Tourist Association sér um að móta sameiginlega stefnu í ferðamálum fyrir Vestur-Norðurlönd (Ísland, Grænland og Færeyjar) og styrkir ýmis verkefni sem efla ferðaþjónustu innan svæðisins, m.a. menningartengd verkefni.​

  • NAPA – Styrkir vegna verkefna í Grænlandi. Sjóðurinn styrkir einstaklinga, samtök og stofnanir sem þurfa á fjárhagslegum stuðningi að halda til að halda uppi verkefnum tengd menningu, menntun, vísindum og upplýsingastarfsemi í Grænlandi.​

  • Vestnorræni höfuðborgasjóðurinn. Tilgangur sjóðsins er að efla skilning og samvinnu milli kjörinna fulltrúa og íbúa í Nuuk, Reykjavík og Þórshöfn og styðja ýmsa starfsemi í þessu skyni, fyrst og fremst á sviði menningarmála.​

  • A.P. Møller sjóðurinn styrkir samstarf og menningarstarf milli Danmerkur og annarra Norðurlanda. Jafnt stofnanir og einstaklingar geta sótt um styrki í sjóðinn.​

  • Clara Lachmann sjóðurinn styrkir menningarsamstarf milli Norðurlandanna.​

  • Frumkvæði ungs fólks er íslenska heitið á Ungmennaáætlun Evrópusambandsins, Youth in Action, og er samstarfsverkefni ESB, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og UMFÍ. Áætlunin veitir styrki fyrir ungt fólk á aldrinum 15-30 ára og þá sem starfa með ungu fólki.​

  • European Cultural Foundation. Samstarfsstyrkir vegna samvinnu tveggja eða fleiri Evrópulanda.​

  • Allianz Kulturstiftung styrkir samstarfsverkefni þriggja eða fleiri Evrópulanda. Sjóðurinn leggur áherslu á að styrkja framúrskarandi, unga listamenn sem leggja stund á nútímalega list og nýsköpun á listasviðinu.​

  • The American-Scandinavian Foundation – styrkja menningartengd verkefni í Skandinavíulandi og Bandaríkjunum. Verkefnin verða að vekja áhuga almennings á menningu landsins sem kynnt er í verkefninu.​

  • Sjóður Egils Skallagrímssonar - Tilgangur sjóðsins er að efla íslenska menningu og listir á Bretlandseyjum en í því skyni veitir hann fjárstyrki. ATH! Póststimpill gildir ekki, umsóknin verður að berast í pósti fyrir þessa dagsetningu.​

  • Nordplus, verkefnastyrkur - Markmið Tungumála- og menningaráætlunar Nordplus eru að auka skilning á grannmálum og auka áhuga, þekkingu og skilning á norrænni menningu, málum og lífsháttum.​

  • Ferðastyrkir Norrænu menningargáttarinnar – Styrkir ferðalög listamanna og þeirra sem vinna í menningargeiranum milli Norðurlandanna auk Eystrasaltslandanna.

  • Dansk-íslenski sjóðurinn - Samstarfssjóður Íslands og Danmerkur​

  • Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn. Sjóðurinn á að efla sænsk-íslenska samvinnu, styðja gagnkvæm menningarsamskipti og fræða um sænska og íslenska menningu og þjóðfélög. Sjóðurinnn styrkir á ári hverju tvíhliða samstarf  einkum á sviði menningar, menntunar og rannsókna​

  • Menningarsjóður Íslands og Finnlands. Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands og Íslands. Í því skyni veitir sjóðurinn árlega ferðastyrki og annan fjárstuðning. Styrkir eru öðru fremur veittir einstaklingum. Stuðningur við samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef sérstaklega stendur á. Styrkir til að sækja norrænar eða alþjóðlegar ráðstefnur koma að jafnaði ekki til greina.​

  • Framlag til norsks-íslensks menningarstarfs. Markmið framlagsins er að stuðla að fjölbreyttu menningarsamstarfi Noregs og Íslands og geta Norðmenn og Íslendingar sótt um framlag til verkefna sem teljast mikilvæg í báðum löndum og vera líkleg til að leiða til varanlegra tengsla milli fagmanna, listamanna og fræðimanna. Verkefnin skulu endurspegla fjölbreytt listræn form og hafa í senn skírskotun til sögunnar og samtímans.​

  • Þjóðhátíðargjöf Norðmanna. Tilgangur sjóðsins er að auðvelda Íslendingum að ferðast til Noregs. Í þessu skyni veitir sjóðurinn viðurkenndum félögum, samtökum og skipulögðum hópum ferðastyrki til Noregs til að efla samskipti þjóðanna.​

  • Samstarfsstyrkir Bandaríska sendiráðsins - styrkir fyrir samstarfsverkefni milli Íslands og Bandaríkjanna.​

  • Letterstedska. Ferðastyrkir,  ráðstefnuhald og útgáfa.​

  • Scandinavia – Japan Sasakawa Foundation. Veitir styrki til að efla tengsl Íslands og Japans. Styrkirnir eru veittir til verkefna í samstarfi eða í tenglsum við japanska aðila. Veittir eru m.a. ferðastyrkir, námsstyrkir og styrkir til skammtímadvalar. Fyrir hönd Íslandsdeildar tekur Björg Jóhannesdóttir við umsóknum bjorgmin[at]gmail.com.​

  • The Ernst Schering Foundation. Sjóðurinn styrkir verkefni í nútímalistum sem sýnd eru í Berlín.