TÓNSKÁLDAFÉLAG ÍSLANDS
Hvað gerir Tónskáldafélagið?
Kjaramál & starfsumhverfi
Tónskáldafélagið stendur vörð um málefni tónskálda. Félagið er vikur þáttakandi í stjórnum STEFs, BÍL og Samtóns og kemur þar m.a. að umsögnum um lagafrumvörp og reglugerðir, skipun nefnda um ýmis sértæk verkefni á vegum ríkis og sveitarfélaga og fleira er varðar tónlistarlífið í heild.
Fræðsla & miðlun
Meðlimir fá reglulega send fréttabréf með upplýsingum um styrki, listamannsdvalir (residensíur), tónsmíðakeppnir og önnur málefni tónskálda. Félagið heldur reglulega félagsfundi og málþing þar sem rætt er það sem hæst ber þá stundina í tónlistarlífinu.
Hátíðir
Myrkir músíkdagar eru haldnir árlega á vegum félagsins. Tónskáldafélagið stendur fyrir Norrænum músíkdögum á Íslandi á fimm ára fresti í samvinnu við Norræna tónskáldaráðið. Félagið sendir einnig árlega íslensk tónverk inn til hátíðar ISCM, World New Music Days.
Alþjóðlegt samstarf
Félagið er aðili að Norræna tónskáldaráðinu, Alþjóðlegu félagi samtímatónlistar (ISCM) og Evrópsku tónskálda og lagahöfunda samtökunum (ESCA), sem hafa komið til leiðar mikilvægum réttarbótum á sviði höfundarréttar í Evrópu, t.d. gagnvart streymisveitum.
Hafðu áhrif á tónlistarlífið
Söfnumst saman og stöndum vörð um réttindin okkar
Vertu með!
Nýjustu fréttir