Norrænum músíkdögum í Færeyjum 2021 frestað fram í september

NMD
Facebook_banner_vers_3.gif

Að skipuleggja alþjóðlega tónlistarhátíð á tímum heimsfaraldurs er ekki auðvelt.

Síðasta haust var Norrænum músíkdögum frestað þar til í apríl á þessu ári, en samfellt bann við samkomum, ferðatakmarkanir og óvissa um hversu lengi þessar takmarkanir munu gilda, hafa leitt til þess að teymi hátíðarinnar hefur aftur þurft að endurskoða dagsetningar hátíðarinnar.

Norrænum músíkdögum 2021 í Færeyjum er frestað þar til í haust, 1. - 4. september 2021 þar sem hátíðin fer fram eins og til stóð.

Fylgstu með fréttum af hátíðinni á www.nordicmusicdays.org og www.facebook.com/nordicmusicdays

Um norræna músíkdaga

Norrænir tónlistardagar er hátíð sem kynnir norræna samtímatónlist. Hátíðin var haldin fyrst árið 1888 og er ein elsta hátíð klassískrar nútímatónlistar í heiminum.

Tónskáldafélag Íslands skipuleggur tónlistarhátíðina Norræna músíkdaga á fimm ára fresti, til jafns við hin Norðurlöndin. Það er á ábyrgð gestgjafalandsins hverju sinni að reka og fjármagna hátíðina að fullu. Stjórn félagsins er jafnframt stjórn hátíðarinnar og ræður til starfa listrænan stjórnanda og framkvæmdastjóra.

Í fyrsta sinn í sögu hátíðarinnar fer hátíðin fram í Færeyjum árið 2021 og er skipulögð af Tónskáldafélagi Færeyja og Tónskáldafélagi Danmerkur í samstarfi við Norræna húsið í Færeyjum.

Nánari upplýsingar veitir:

Samskiptastjóri, Tina Schelle: Ts@komponistforeningen.dk +45 25 94 25 08

Previous
Previous

PODIUM 2021 á Myrkum músíkdögum

Next
Next

Myrkum músíkdögum 2021 frestað