PODIUM 2021 á Myrkum músíkdögum

Podium.png

Kallað er eftir umsóknum frá íslenskum tónskáldum og tónskáldum búsettum á Íslandi.

PODIUM fer í fyrsta sinn fram á Myrkum músíkdögum 2021. Viðburðurinn er hugsaður sem „showcase“ viðburður þar sem íslenskum tónskáldum gefst tækifæri til þess að kynna sig og sín verk. Myrkir músíkdagar munu bjóða fólki sem hefur áhrif á verkefnaval hljómsveita, hátíða, tónlistarhópa og tónlistarhúsa erlendis sem og hérlendis auk blaðamönnum og öðrum áhugasömum á viðburðinn. PODIUM fer fram í Norræna húsinu þriðjudaginn 20. apríl og verður viðburðinum streymt. Gert er ráð fyrir því að kynningar tónskálda fari fram á staðnum.

Hvert tónskáld fær 10 mínútur til að kynna verk sín og hefur nokkuð frjálsar hendur hvað kynningu varðar. Kynningin getur verið heildstæð kynning á tónskáldinu, kynning á úrvali verka eða kynning á tilteknu verki. Bæði er hægt að flytja hljóðupptökur og myndbandsupptökur í gegnum streymið. Einnig er hægt að flytja smærri verk á flygil og auk þess sem á staðnum eru míkrófónar og hljóðkerfi. Fyrir nánari tæknispurningar er best að senda tölvupóst á Myrkra músíkdaga: myrkirmusikdagar@gmail.com.

PODIUM er unnin í samstarfi við Tónskáldafélag Íslands, Tónverkamiðstöð og ÚTÓN.

Umsóknarfrestur er til 14. mars 2021.
Umsóknum verður svarað í seinni hluta mars.

Nánari fyrirspurnir má senda á myrkirmusikdagar@gmail.com.

Previous
Previous

Nýr framkvæmdastjóri

Next
Next

Norrænum músíkdögum í Færeyjum 2021 frestað fram í september